Neville: Vantar spænskukennara sem nennir að vakna snemma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 19:15 Neville spókaði sig um á Mestalla í dag. vísir/getty Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira