Erlent

NASA birtir einstakar myndir af Plútó

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, birti í dag nýjar myndir af yfirborði Plútó. Myndirnar eru sagðar þær skýrustu og nákvæmustu sem teknar hafa verið af dvergreikistjörnunni.



Þær voru teknar úr geimfari NASA, New Horizons, í júlí síðastliðnum en könnunarfarið varð það fyrsta til að fara fram hjá Plútó. Á myndunum sést landslag stjörnunnar vel; fjöll, gígar og jöklar, en myndirnar má sjá hér fyrir neðan. Stofnunin býst við frekari gögnum um Plútó á næstu mánuðum.

Fly across the latest stunning image from Pluto from the NASA - New Horizons Mission To Pluto

Posted by NASA Solar System Exploration on 4. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×