Erlent

Óttast aukna sókn ISIS í Líbýu

Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands.
Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands. vísir/epa
Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, óttast að hryðjuverkasamtökin ISIS ætli að auka sókn í Líbýu. Útlendir hryðjuverkamenn sæki í auknum mæli til borgarinnar Sirte í norðurhluta landsins og segir mikilvægt að Vesturveldin vinni saman til að koma í veg fyrir þessa þróun. Le Drian útilokaði þó hernaríhlutun.

Þá sagði hann mikla hættu á að ISIS reyni að styrkja stöðu sína með því að vinna með vígasveitum Boko Haram, sem lýstu yfir hollustu við ISIS fyrr á árinu. Ólíklegt sé að þeim takist að leggja undir sig stærri svæði í Líbýu en að hugsanlegt væri að samtökin, ásamt Boko Haram, fari út í frekari átök í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×