Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 09:51 Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927. Vísir/Getty Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun. Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun.
Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira