Fótbolti

Albert Guðmundsson skoraði aftur í Meistaradeild yngri liða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Gudmundsson er að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV.
Albert Gudmundsson er að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV. Vísir/Getty
Albert Guðmundsson skoraði sigurmark PSV Eindhoven þegar liðið vann 2-1 sigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild yngri liða í dag.

Albert var að skora í örðum leiknum í röð í keppninni en hann skoraði einnig fyrsta mark liðsins í 5-0 útisigri á Manchester United á dögunum.

Albert er 18 ára gamall síðan í júní en í þessum liðum spila leikmenn sem eru 19 ára og yngri.  

Ramon-Pascal Lundqvist kom PSV í 1-0 strax á 18. mínútu en Timur Zhamaletdinov jafnaði metin á 25. mínútu. Sigurmark Alberts kom á 33. mínútu.

Albert var að spila í holunni fyrir aftan framherjann Sam Lammers en það var einmitt Lammers sem lagði upp markið hans.

PSV Eindhoven tryggði sér sigur í riðlinum og sæti í sextán liða úrsltitunum með því að ná í öll þrjú stigin í dag.

Albert spilaði alla sex leiki PSV Eindhoven í riðlakeppninni, samtals í 452 mínútur og var með tvö mörk og eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×