Van Gaal kenndi dómaranum um tapið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 23:26 Louis van Gaal var öskureiður í kvöld. Vísir/Getty Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira