Fótbolti

Hólmar og Matthías úr leik í Evrópudeildinni

Tómas Þór Þóð skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson vísir/afp

Noregsmeistarar Rosenborg, með þá Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson innanborðs, komast ekki áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Rosenborg þurfti á sigri að halda gegn franska liðinu St. Étienne á heimavelli sínum í Þrándheimi í kvöld til að halda draumnum á lífi en liðin skildu jöfn, 1-1.

Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, kom Rosenborg yfir á 40. mínútu en Nolan Roux jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir, 1-1.

Grátleg úrslit fyrir norska liðið sem er með tvö stig á botni G-riðils eftir fimm umferðir. Sigurinn aftur á móti skaut franska liðinu áfram á kostnað silfurliðs síðasta tímabils, Dnipro Dnipropetrovsk.

Hólmar Örn var að vanda í byrjunarliðinu hjá Rosenborg en Matthías kom inn á sem varamaður þegar þrjár mínútur voru eftir.

Rosenborg á einn leik eftir á útivelli gegn Dnipro en sá leikur skiptir hvorugt liðið máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×