Borgaraleg óhlýðni nördanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. nóvember 2015 11:00 Anonymous er í dag samnefnari fyrir "hakktivisma“ sem er stefna aðgerðasinna að nota tölvutækni til niðurrifsstarfsemi í pólitískum tilgangi. „Það eru ekki uppreisnarmennirnir sem orsaka neyð heimsins, það er neyðin sem orsakar uppreisnarmennina.“ Á sjöunda áratug síðustu aldar hvatti bandaríski kennarinn og aðgerðasinninn Carl Oglesby unga mótmælendur áfram með þessum orðum, þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst og nemendur lýstu víða vanþóknun sinni á framferði Bandaríkjanna með mótmælasetum og öðrum friðsömum aðgerðum, sem stundum framkölluðu ofbeldisfull svör ríkjandi valda. Frasinn er grafskrift Oglesby en vitnisburður nýrrar tegundar borgaralegrar óhlýðni. Stafrænn söngur Anonymous er bergmál orða Ogblesby: „Við erum Anonymous. Við erum Mergðin. Við fyrirgefum ekki. Við gleymum ekki. Búist við okkur.“Gereyðingarstefna hinna nafnlausu Anonymous virðist aldrei hafa verið formlega stofnað, hópurinn varð einfaldlega til. Rætur Anonymous má rekja til vafasamra spjallborða þar sem notendur tjáðu sig í máli og myndum undir nafnleynd og án sjálfsritskoðunar. Hver einasta færsla bar höfundarnafnið Anonymous. Það var sem ein manneskja stæði að baki færslunum. Árið 2006 fór þessi nafnlausi hópur að skipuleggja einföld öt, eða trolling. Erfiðlega hefur gengið að finna íslenskt orð yfir þetta en bein þýðing segir allt sem segja þarf: línuveiðar. Eftir að Anonymous hafði gert nokkur sýndarveruleikjasamfélög tryllt af bræði og pantað ófáar óumbeðnar pitsur á nokkur óheppin skotmörk fóru meðlimir Anonymous að hugsa stærra. Að virkja þennan kraft til góðs og fjarlægjast níhilíska hugmyndafræði sína. Upprunalegir meðlimir sáu margir ekki gamanið í því, aðrir sáu hnattræna hreyfingu í mótun. Í dag er Anonymous ekki aðeins skipað tölvunördum, heldur textasmiðum, skipuleggjendum, grafískum hönnuðum o.fl. Skjáskot úr myndbandi Anonymous. Hópurinn birtir reglulega myndbönd til að tilkynna nýjar aðgerðir. Sjálfskipaðir lögverðir internetsins Það sem tók við á næstu árum voru aðgerðir gegn þeim sem höfðu brotið gegn internetinu, brotið gegn sjálfsvirðingu fólks, brotið gildi Anonymous. Þessi gildi eru jafn mikið á reiki og sjálfir meðlimir hópsins. Skilgreining Anonymous hefur aldrei verið á reiðu. Enginn valdastigi er innan hópsins. Út á við er Anonymous fyrst og fremst hugmynd. Hvar er OFF-takkinn á slíku fyrirbæri? Þannig hefur hópurinn barist gegn Vísindakirkjunni, sem er sértrúarsöfnuður sem hefur milljónir Bandaríkjadala af sóknarbörnum sínum árlega, fyrir tilburði til ritskoðunar á internetinu. Kirkjan freistaði þess að fjarlægja myndband af Tom Cruise af internetinu þar sem hann lýsir heimssýn Vísindakirkjunnar. Enginn má stjórna internetinu að mati Anonymous og hópurinn dreifði myndbandinu vítt og breitt. Eitt mikilvægasta gereyðingarvopn Anonymous var notað gegn kirkjunni af miklum krafti eða DDoS-árásir, sem eru tölvuárásir frá mörgum tækjum sem valda rofi á þjónustu. Í raun stafræn mótmælaseta. Þá fékk Vísindakirkjan gífurlegt magn af heimsendum pitsum og tugþúsundir faxa af biksvörtum blaðsíðum. Frjálst internet er höfuðáhersla Anonymous. Hópurinn lék nokkuð stórt hlutverk í Arabíska vorinu og hjálpaði aðgerðasinnum í Egyptalandi og víðar og tengjast internetinu eftir að einræðisherrar lokuðu því. Aðgerðir Anonymoues síðustu 8 til 9 ár skipta hundruðum og eru gríðarlega fjölbreyttar. Á meðal skotmarka eru haturshóparnir Westboro Baptist Church og Ku Klux Klan ásamt Sony og hringir barnaníðinga á hulduvefnum. Birgitta Jónsdóttirvísir/valli Þegar lögin virka ekki Aðgerðir Anonymous hafa haft slæmar afleiðingar. Persónuupplýsingum óviðkomandi einstaklinga hefur verið lekið, alríkislög hafa verið brotin margoft o.fl. Birgitta Jónsdóttir pírati segir ólöglegar aðgerðir Anonymous oft svar við siðferðilegu óréttlæti sem annars væri erfitt að svara. „Alveg eins og þeir sem kunna að misnota lögin og eru sífellt á gráu svæði þess sem er löglegt en siðlaust, eins og við þekkjum vel hérna heima, þá get ég ekki verið 100% neikvæð gagnvart því að það sé farið á skjön við lög sem virðast ekki virka fyrir almenna borgara,“ segir Birgitta. Það sem af er þessu ári hefur Anonymous staðið fyrir nokkrum umfangsmiklum aðgerðum. Á meðal skotmarka eru ISIS og Ísland. Anonymous lokaði nokkrum íslenskum vefsíðum vegna stuðnings landsins við hvalveiðar. Anonymous hefur einnig lokað vefsíðum ISIS og Al Kaída og reikningum þeirra á samfélagsmiðlum. Í kjölfar árása á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og hryðjuverkanna í París lokaði Anonymous um 5.000 reikningum á Twitter sem hliðhollir voru hryðjuverkahópunum og birtu persónuupplýsingar þeirra sem skrá nýliða hjá samtökunum. Harðar mótaðgerðir Fjölmargir meðlimir Anonymous og systurhópa samtakanna hafa verið handteknir. Sumir hafa hlotið þunga dóma og dúsa nú bak við lás og slá og munu gera næstu árin. Flestir hlutu dóm fyrir að standa að DDoS-árásum. Á sama tíma hafa yfirvöld víða beitt nákvæmlega sömu aðferðum í leynilegum árásum. „Í gamla daga var oft farið í svipaðar aðgerðir. Margir hringdu inn í ákveðna stofnun svo aðrir gætu ekki náð inn. Þetta er nákvæmlega það sama og enginn var á þeim tíma settur í margra ára fangelsi. Viðbrögð yfirvalda við þessum aðgerðum nú eru allt of harðar og í engu samræmi við það sem fólk hefur gert,“ segir Birgitta. „Í staðinn fyrir að vera hvati til þeirra sem fara með lögin að laga lögin þá er oft farið með mjög harðri hendi gegn þessu fólki.“ Anonymous hefur jafnframt lagt til atlögu gegn þeim sem eru ósnertanlegir, þeim sem sitja við stjórnvölinn. Í krafti tækninnar hefur hópnum tekist að jafna leikvöllinn. „Í skjóli nafnleysis hefur þessi ólíki hópur fólks snert við hinum ósnertanlegu,“ segir Birgitta. Að brjóta internetið Hakktivismi af þeim meiði sem Anonymous stundar – með misjöfnum árangri – á undir högg að sækja. Á allra síðustu mánuðum hefur umræða blossað upp í Bretlandi um að dulkóðun ætti að vera ólögleg, það ættu að vera bakdyr í kóðuninni. Verði það að veruleika boðar það endalok internetsins að mati Birgittu. „Þetta er stórhættuleg þróun. Ég óttast þessa orðræðu og hún er byrjuð að síast inn hér á landi.“ „Það þarf að kenna fólki að nota þetta verkfæri sem internetið er,“ segir Birgitta. „Þetta er bæði stórkostlega jákvætt verkfæri og stórkostlega neikvætt. En það breytir því ekki að það eru alltaf manneskjur á bak við það. Við breytum ekki verkfærinu, heldur því hvernig við umgöngumst það.“ Tengdar fréttir Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Anonymous ætlar að birta nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan Hakkarnir náðu nöfnunum í gegnum Twitter-aðgang Ku Klux Klan 29. október 2015 23:33 Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða Íslendinga Þekktar vefsíður á borð við mbl.is og vefsíða forsætisráðuneytisins urðu fyrir barðinu á árásunum. 16. nóvember 2015 11:22 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Það eru ekki uppreisnarmennirnir sem orsaka neyð heimsins, það er neyðin sem orsakar uppreisnarmennina.“ Á sjöunda áratug síðustu aldar hvatti bandaríski kennarinn og aðgerðasinninn Carl Oglesby unga mótmælendur áfram með þessum orðum, þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst og nemendur lýstu víða vanþóknun sinni á framferði Bandaríkjanna með mótmælasetum og öðrum friðsömum aðgerðum, sem stundum framkölluðu ofbeldisfull svör ríkjandi valda. Frasinn er grafskrift Oglesby en vitnisburður nýrrar tegundar borgaralegrar óhlýðni. Stafrænn söngur Anonymous er bergmál orða Ogblesby: „Við erum Anonymous. Við erum Mergðin. Við fyrirgefum ekki. Við gleymum ekki. Búist við okkur.“Gereyðingarstefna hinna nafnlausu Anonymous virðist aldrei hafa verið formlega stofnað, hópurinn varð einfaldlega til. Rætur Anonymous má rekja til vafasamra spjallborða þar sem notendur tjáðu sig í máli og myndum undir nafnleynd og án sjálfsritskoðunar. Hver einasta færsla bar höfundarnafnið Anonymous. Það var sem ein manneskja stæði að baki færslunum. Árið 2006 fór þessi nafnlausi hópur að skipuleggja einföld öt, eða trolling. Erfiðlega hefur gengið að finna íslenskt orð yfir þetta en bein þýðing segir allt sem segja þarf: línuveiðar. Eftir að Anonymous hafði gert nokkur sýndarveruleikjasamfélög tryllt af bræði og pantað ófáar óumbeðnar pitsur á nokkur óheppin skotmörk fóru meðlimir Anonymous að hugsa stærra. Að virkja þennan kraft til góðs og fjarlægjast níhilíska hugmyndafræði sína. Upprunalegir meðlimir sáu margir ekki gamanið í því, aðrir sáu hnattræna hreyfingu í mótun. Í dag er Anonymous ekki aðeins skipað tölvunördum, heldur textasmiðum, skipuleggjendum, grafískum hönnuðum o.fl. Skjáskot úr myndbandi Anonymous. Hópurinn birtir reglulega myndbönd til að tilkynna nýjar aðgerðir. Sjálfskipaðir lögverðir internetsins Það sem tók við á næstu árum voru aðgerðir gegn þeim sem höfðu brotið gegn internetinu, brotið gegn sjálfsvirðingu fólks, brotið gildi Anonymous. Þessi gildi eru jafn mikið á reiki og sjálfir meðlimir hópsins. Skilgreining Anonymous hefur aldrei verið á reiðu. Enginn valdastigi er innan hópsins. Út á við er Anonymous fyrst og fremst hugmynd. Hvar er OFF-takkinn á slíku fyrirbæri? Þannig hefur hópurinn barist gegn Vísindakirkjunni, sem er sértrúarsöfnuður sem hefur milljónir Bandaríkjadala af sóknarbörnum sínum árlega, fyrir tilburði til ritskoðunar á internetinu. Kirkjan freistaði þess að fjarlægja myndband af Tom Cruise af internetinu þar sem hann lýsir heimssýn Vísindakirkjunnar. Enginn má stjórna internetinu að mati Anonymous og hópurinn dreifði myndbandinu vítt og breitt. Eitt mikilvægasta gereyðingarvopn Anonymous var notað gegn kirkjunni af miklum krafti eða DDoS-árásir, sem eru tölvuárásir frá mörgum tækjum sem valda rofi á þjónustu. Í raun stafræn mótmælaseta. Þá fékk Vísindakirkjan gífurlegt magn af heimsendum pitsum og tugþúsundir faxa af biksvörtum blaðsíðum. Frjálst internet er höfuðáhersla Anonymous. Hópurinn lék nokkuð stórt hlutverk í Arabíska vorinu og hjálpaði aðgerðasinnum í Egyptalandi og víðar og tengjast internetinu eftir að einræðisherrar lokuðu því. Aðgerðir Anonymoues síðustu 8 til 9 ár skipta hundruðum og eru gríðarlega fjölbreyttar. Á meðal skotmarka eru haturshóparnir Westboro Baptist Church og Ku Klux Klan ásamt Sony og hringir barnaníðinga á hulduvefnum. Birgitta Jónsdóttirvísir/valli Þegar lögin virka ekki Aðgerðir Anonymous hafa haft slæmar afleiðingar. Persónuupplýsingum óviðkomandi einstaklinga hefur verið lekið, alríkislög hafa verið brotin margoft o.fl. Birgitta Jónsdóttir pírati segir ólöglegar aðgerðir Anonymous oft svar við siðferðilegu óréttlæti sem annars væri erfitt að svara. „Alveg eins og þeir sem kunna að misnota lögin og eru sífellt á gráu svæði þess sem er löglegt en siðlaust, eins og við þekkjum vel hérna heima, þá get ég ekki verið 100% neikvæð gagnvart því að það sé farið á skjön við lög sem virðast ekki virka fyrir almenna borgara,“ segir Birgitta. Það sem af er þessu ári hefur Anonymous staðið fyrir nokkrum umfangsmiklum aðgerðum. Á meðal skotmarka eru ISIS og Ísland. Anonymous lokaði nokkrum íslenskum vefsíðum vegna stuðnings landsins við hvalveiðar. Anonymous hefur einnig lokað vefsíðum ISIS og Al Kaída og reikningum þeirra á samfélagsmiðlum. Í kjölfar árása á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og hryðjuverkanna í París lokaði Anonymous um 5.000 reikningum á Twitter sem hliðhollir voru hryðjuverkahópunum og birtu persónuupplýsingar þeirra sem skrá nýliða hjá samtökunum. Harðar mótaðgerðir Fjölmargir meðlimir Anonymous og systurhópa samtakanna hafa verið handteknir. Sumir hafa hlotið þunga dóma og dúsa nú bak við lás og slá og munu gera næstu árin. Flestir hlutu dóm fyrir að standa að DDoS-árásum. Á sama tíma hafa yfirvöld víða beitt nákvæmlega sömu aðferðum í leynilegum árásum. „Í gamla daga var oft farið í svipaðar aðgerðir. Margir hringdu inn í ákveðna stofnun svo aðrir gætu ekki náð inn. Þetta er nákvæmlega það sama og enginn var á þeim tíma settur í margra ára fangelsi. Viðbrögð yfirvalda við þessum aðgerðum nú eru allt of harðar og í engu samræmi við það sem fólk hefur gert,“ segir Birgitta. „Í staðinn fyrir að vera hvati til þeirra sem fara með lögin að laga lögin þá er oft farið með mjög harðri hendi gegn þessu fólki.“ Anonymous hefur jafnframt lagt til atlögu gegn þeim sem eru ósnertanlegir, þeim sem sitja við stjórnvölinn. Í krafti tækninnar hefur hópnum tekist að jafna leikvöllinn. „Í skjóli nafnleysis hefur þessi ólíki hópur fólks snert við hinum ósnertanlegu,“ segir Birgitta. Að brjóta internetið Hakktivismi af þeim meiði sem Anonymous stundar – með misjöfnum árangri – á undir högg að sækja. Á allra síðustu mánuðum hefur umræða blossað upp í Bretlandi um að dulkóðun ætti að vera ólögleg, það ættu að vera bakdyr í kóðuninni. Verði það að veruleika boðar það endalok internetsins að mati Birgittu. „Þetta er stórhættuleg þróun. Ég óttast þessa orðræðu og hún er byrjuð að síast inn hér á landi.“ „Það þarf að kenna fólki að nota þetta verkfæri sem internetið er,“ segir Birgitta. „Þetta er bæði stórkostlega jákvætt verkfæri og stórkostlega neikvætt. En það breytir því ekki að það eru alltaf manneskjur á bak við það. Við breytum ekki verkfærinu, heldur því hvernig við umgöngumst það.“
Tengdar fréttir Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Anonymous ætlar að birta nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan Hakkarnir náðu nöfnunum í gegnum Twitter-aðgang Ku Klux Klan 29. október 2015 23:33 Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða Íslendinga Þekktar vefsíður á borð við mbl.is og vefsíða forsætisráðuneytisins urðu fyrir barðinu á árásunum. 16. nóvember 2015 11:22 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Anonymous ætlar að birta nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan Hakkarnir náðu nöfnunum í gegnum Twitter-aðgang Ku Klux Klan 29. október 2015 23:33
Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða Íslendinga Þekktar vefsíður á borð við mbl.is og vefsíða forsætisráðuneytisins urðu fyrir barðinu á árásunum. 16. nóvember 2015 11:22