Sport

Litblindir brjálaðir út í Jets og Bills

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leiknum í gær. Þeir sem eru ekki litblindir voru flestir á því að búningarnir væru geggjaðir.
Úr leiknum í gær. Þeir sem eru ekki litblindir voru flestir á því að búningarnir væru geggjaðir. vísir/getty
Leikur NY Jets og Buffalo Bills síðustu nótt snérist upp í hreina martröð fyrir milljónir, litblindra Bandaríkjamanna.

Jets spilaði í grænu frá toppi til táar á meðan Bills var í alrauðum búningum.

Fyrir þá sem eru litblindir á rautt og grænt voru búningarnir nákvæmlega eins. Aðeins rendurnar í buxunum greindu á milli búninganna fyrir þetta fólk og það hefur verið hrikalegt fyrir fólkið að horfa á svona leik.

NFL-deildin hefur ákveðið að vera með litríka búninga í fimmtudagsleikjunum og leikurinn næsta fimmtudag verður líka martröð fyrir litblinda.

Það er því spurning hvort NFL-deildin þurfi að endurskoða málið eftir þessa óvæntu uppgötvun.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×