Hálendið er hjarta Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður. Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með skop um „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem vildu ekki sökkva náttúruverðmætum í drullufen verða nú að viðurkenna að þetta „eitthvað annað“ er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, skapar tekjur upp á 400 milljarða árlega og 80% þeirra sem koma til landsins með gjaldeyri sem forðaði okkur frá gjaldþroti tala um að „óspillt náttúra“ sé meginaðdráttaraflið. Þessi ósigur rökræðunnar er á stærð við fall Sovétríkjanna í íslensku samhengi.Að hafa efni á? Í bók sem ég gaf út í fyrra, „Afríka, ást við aðra sýn“, er kafli um hvernig fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Ég nefndi tvö náttúruundur sem nú njóta verndar: Ókavangó-óshólmana í Kalahari-eyðimörkinni og Etosha-garðinn í Namibíu sem reyndar hefur verið friðlýstur í meira en öld. Eitt fátækasta ríki í heimi, Malaví, friðlýsti Nyika-hásléttuna löngu áður en nokkrum datt í hug Vatnajökulsþjóðgarður. Í langflestum tilvikum hefði mátt „virkja“ þessar lendur fyrir nautgriparækt, maísakra, hrísgrjón eða uppistöðulón. En þessi fátæku ríki hafa staðið við sitt á vakt fyrir mannkyn allt, enda svæði sem eiga sér hvergi líka.Hér má sjá útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands.Á Íslandi eru svæði sem frömuðir eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafa bent á að í samfelldri heild sinni eru stórkostleg auðævi, ekki aðeins fyrir Ísland heldur allt mannkyn. Þökk sé Landvernd og náttúruverndarsamtökum, hugsjónafólki eins og Björk, Andra Snæ og mörgum öðrum að þessi mál eru nú komin í fremstu víglínu stjórnmálanna. Því þar eru þau. Hálendið verður ekki aftur heimt sé því spillt. Í þessum hópi eru ekki bara einhverjir ljóðaraulandi aular, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Finnbogadóttir eru þarna líka. Höfum við efni á því að vernda hálendið? Í bók minni áðurnefndri sýndi ég kort sem dregur upp útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands. Stærðin er nánast sú sama. Og þarna stendur: „Okkar megin miðbaugs, þar sem auður og völd eiga griðlönd, er enn rætt um orkuver á hálendinu, risastór burðarvirki þar yfir og upphækkaða vegi sem skera auðnina og skipta í vinnubúðareiti“. Þetta er úrslitamál Spurningin um hálendi Íslands er ekki einhver suðandi dægurfluga sem þagnar þegar næst er keppt í Júróvisjón. Þetta er úrslitamál um það hvernig þjóð við ætlum að vera og í hvernig landi við ætlum að búa. Í sumar skrifaði ég grein, framtíðarspá gamals manns sem horfir um öxl á dánarbeði eftir 30 ár. Hana má finna á stefanjon.is og í henni stendur meðal annars þetta um það sem gerist á næstunni: „Leiti maður að einstökum atburðum sem mörkuðu straumhvörf tel ég að sigurinn í baráttunni um hálendið hafi ráðið mestu. Við eigum nú stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu, reyndar þau einu. 40.000 ferkílómetra af friði og ró?… Þessi barátta gerði ekki bara það að tryggja okkur þessa fögru auðn um aldur og ævi, sem þó var ærið verkefni í hugum margra. Sigurinn knúði allan orkugeirann til að endurhugsa gömlu góðu leiðina. Þessi deild í íslenska rányrkjubúinu neyddist til að hætta að kreista sífellt fleiri megavött úr landinu og finna leiðir til að kreista fleiri dollara úr megavöttunum… Orkumöguleikarnir voru ekki endalausir og nýting varð kjörorð. Rafvæðing á öllum samgöngum landsins á landi og sjó var miklu ábatasamari en stóriðja, alþjóðleg útboð á lausri orku snarhækkuðu verðið til atvinnuvega sem engin atvinnuveganefnd hafði látið sér detta í hug… Ég kalla þennan sigur Straumhvörf því sigurinn um hálendið markaði annað fráhvarf Íslendinga frá rányrkjustefnu síðan land byggðist – hitt var þegar við hættum að reyna að drepa alla fiskana í sjónum.“ Látum þetta verða orð að sönnu eftir þrjátíu ár.Fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður. Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með skop um „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem vildu ekki sökkva náttúruverðmætum í drullufen verða nú að viðurkenna að þetta „eitthvað annað“ er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, skapar tekjur upp á 400 milljarða árlega og 80% þeirra sem koma til landsins með gjaldeyri sem forðaði okkur frá gjaldþroti tala um að „óspillt náttúra“ sé meginaðdráttaraflið. Þessi ósigur rökræðunnar er á stærð við fall Sovétríkjanna í íslensku samhengi.Að hafa efni á? Í bók sem ég gaf út í fyrra, „Afríka, ást við aðra sýn“, er kafli um hvernig fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Ég nefndi tvö náttúruundur sem nú njóta verndar: Ókavangó-óshólmana í Kalahari-eyðimörkinni og Etosha-garðinn í Namibíu sem reyndar hefur verið friðlýstur í meira en öld. Eitt fátækasta ríki í heimi, Malaví, friðlýsti Nyika-hásléttuna löngu áður en nokkrum datt í hug Vatnajökulsþjóðgarður. Í langflestum tilvikum hefði mátt „virkja“ þessar lendur fyrir nautgriparækt, maísakra, hrísgrjón eða uppistöðulón. En þessi fátæku ríki hafa staðið við sitt á vakt fyrir mannkyn allt, enda svæði sem eiga sér hvergi líka.Hér má sjá útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands.Á Íslandi eru svæði sem frömuðir eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafa bent á að í samfelldri heild sinni eru stórkostleg auðævi, ekki aðeins fyrir Ísland heldur allt mannkyn. Þökk sé Landvernd og náttúruverndarsamtökum, hugsjónafólki eins og Björk, Andra Snæ og mörgum öðrum að þessi mál eru nú komin í fremstu víglínu stjórnmálanna. Því þar eru þau. Hálendið verður ekki aftur heimt sé því spillt. Í þessum hópi eru ekki bara einhverjir ljóðaraulandi aular, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Finnbogadóttir eru þarna líka. Höfum við efni á því að vernda hálendið? Í bók minni áðurnefndri sýndi ég kort sem dregur upp útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands. Stærðin er nánast sú sama. Og þarna stendur: „Okkar megin miðbaugs, þar sem auður og völd eiga griðlönd, er enn rætt um orkuver á hálendinu, risastór burðarvirki þar yfir og upphækkaða vegi sem skera auðnina og skipta í vinnubúðareiti“. Þetta er úrslitamál Spurningin um hálendi Íslands er ekki einhver suðandi dægurfluga sem þagnar þegar næst er keppt í Júróvisjón. Þetta er úrslitamál um það hvernig þjóð við ætlum að vera og í hvernig landi við ætlum að búa. Í sumar skrifaði ég grein, framtíðarspá gamals manns sem horfir um öxl á dánarbeði eftir 30 ár. Hana má finna á stefanjon.is og í henni stendur meðal annars þetta um það sem gerist á næstunni: „Leiti maður að einstökum atburðum sem mörkuðu straumhvörf tel ég að sigurinn í baráttunni um hálendið hafi ráðið mestu. Við eigum nú stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu, reyndar þau einu. 40.000 ferkílómetra af friði og ró?… Þessi barátta gerði ekki bara það að tryggja okkur þessa fögru auðn um aldur og ævi, sem þó var ærið verkefni í hugum margra. Sigurinn knúði allan orkugeirann til að endurhugsa gömlu góðu leiðina. Þessi deild í íslenska rányrkjubúinu neyddist til að hætta að kreista sífellt fleiri megavött úr landinu og finna leiðir til að kreista fleiri dollara úr megavöttunum… Orkumöguleikarnir voru ekki endalausir og nýting varð kjörorð. Rafvæðing á öllum samgöngum landsins á landi og sjó var miklu ábatasamari en stóriðja, alþjóðleg útboð á lausri orku snarhækkuðu verðið til atvinnuvega sem engin atvinnuveganefnd hafði látið sér detta í hug… Ég kalla þennan sigur Straumhvörf því sigurinn um hálendið markaði annað fráhvarf Íslendinga frá rányrkjustefnu síðan land byggðist – hitt var þegar við hættum að reyna að drepa alla fiskana í sjónum.“ Látum þetta verða orð að sönnu eftir þrjátíu ár.Fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun