Sækir myndefnið í svörð og kletta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 10:15 „Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari,“ segir Elín sem hefur selt vel á fyrstu sýningunni sinni. Mynd/Úr einkasafni Ég geng mikið úti í náttúrunni og sæki myndefnið í svörð og kletta en tjái um leið miklar tilfinningar,“ segir Elín Rafnsdóttir listmálari um olíumálverkin sín sem hún hefur opnað sýningu á í fyrsta skipti á ævinni. Elín lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, akademíunni í Kaupmannahöfn, í San Francisco og lauk master í New York. „Ég lagði stund á höggmyndalist en eftir að hafa eignast barn sem stríddi við erfið veikindi framan af ævinni einbeitti ég mér að umönnun þess, uppeldi og heimilinu. Ég hef líka kennt myndlist í Fjölbraut Breiðholti í 24 ár og margir nemendur sem nú eru orðnir myndlistarmenn þekkja mig þaðan.“ Fyrir rúmum áratug ákvað Elín að snúa sér að málverkinu. „Í skólanum lagði Einar Hákonarson listmálari að mér að fara í málun á sínum tíma en ég ákvað tíu ára gömul að verða skúlptúristi og hélt því til streitu. Mér gekk líka vel á þeim vettvangi og var til dæmis boðið að sýna í New York en það var slítandi að vera með vinnustofu úti í bæ ásamt því að sinna veiku barni og leggja sál mína í kennsluna. Ég ákvað því að skipta um miðil og snúa mér að málverkinu sem ég gæti gripið í í bílskúrnum heima.“ Eftir skilnað fyrir nokkrum árum varð hlé á listsköpuninni í skúrnum að sögn Elínar en nú hefur hún fundið gleðina þar á ný. „Ég elska að fara út í bílskúr að mála og fer í algert hugleiðsluástand,“ segir hún. Kveðst hún hafa farið til markþjálfa og gert lista yfir það sem hún vildi hrinda í framkvæmd. „Nú hef ég staðið við öll markmiðin og þessi sýning er eitt af þeim. Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari.“ Elín kveðst hafa selt vel á opnunardaginn. Sýning hennar hjá Íslenskri grafík stendur til 29. nóvember og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18. Gengið er inn hafnarmegin. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég geng mikið úti í náttúrunni og sæki myndefnið í svörð og kletta en tjái um leið miklar tilfinningar,“ segir Elín Rafnsdóttir listmálari um olíumálverkin sín sem hún hefur opnað sýningu á í fyrsta skipti á ævinni. Elín lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, akademíunni í Kaupmannahöfn, í San Francisco og lauk master í New York. „Ég lagði stund á höggmyndalist en eftir að hafa eignast barn sem stríddi við erfið veikindi framan af ævinni einbeitti ég mér að umönnun þess, uppeldi og heimilinu. Ég hef líka kennt myndlist í Fjölbraut Breiðholti í 24 ár og margir nemendur sem nú eru orðnir myndlistarmenn þekkja mig þaðan.“ Fyrir rúmum áratug ákvað Elín að snúa sér að málverkinu. „Í skólanum lagði Einar Hákonarson listmálari að mér að fara í málun á sínum tíma en ég ákvað tíu ára gömul að verða skúlptúristi og hélt því til streitu. Mér gekk líka vel á þeim vettvangi og var til dæmis boðið að sýna í New York en það var slítandi að vera með vinnustofu úti í bæ ásamt því að sinna veiku barni og leggja sál mína í kennsluna. Ég ákvað því að skipta um miðil og snúa mér að málverkinu sem ég gæti gripið í í bílskúrnum heima.“ Eftir skilnað fyrir nokkrum árum varð hlé á listsköpuninni í skúrnum að sögn Elínar en nú hefur hún fundið gleðina þar á ný. „Ég elska að fara út í bílskúr að mála og fer í algert hugleiðsluástand,“ segir hún. Kveðst hún hafa farið til markþjálfa og gert lista yfir það sem hún vildi hrinda í framkvæmd. „Nú hef ég staðið við öll markmiðin og þessi sýning er eitt af þeim. Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari.“ Elín kveðst hafa selt vel á opnunardaginn. Sýning hennar hjá Íslenskri grafík stendur til 29. nóvember og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18. Gengið er inn hafnarmegin.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira