Erlent

Asíurisarnir endurreisa samband sitt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vel fór á með leiðtogunum.
Vel fór á með leiðtogunum. nordicphotos/AFP
Samband Japans, Kína og Suður-Kóreu hefur verið endurreist að fullu, jafnt í viðskiptum sem og í öryggismálum. Frá þessu var greint í sameiginlegri yfirlýsingu ríkjanna þriggja eftir leiðtogafund í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl.

Ákveðið var á ráðstefnu forseta Suður-Kóreu, Park Geun-hye, forsætisráðherra Kína, Li Keqiang, og forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, að hefja aftur reglulega þríhliða fundi ríkjanna en sá síðasti fyrir þennan var haldinn árið 2012.

Nýliðinn fundur var haldinn til að reyna að greiða úr deilum ríkjanna um yfirráð í Suður-Kínahafi sem og að leysa úr gömlum ágreiningi frá seinna stríði. Ekki tókst að leysa úr þeim málum en hins vegar var ákveðið að vinna að fullu að stofnun fríverslunarbandalags sextán Austur-Asíuríkja.

Þá var einnig ákveðið að ríkin skyldu beita sér fyrir því að stöðva kjarnorkuvæðingu nágranna þeirra í Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×