Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. nóvember 2015 23:23 Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést. Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést.
Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30
Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58