Vill meira en milljón dollara í bætur frá Nike vegna fótbrots á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 15:11 Úr myndbandi fyrir #RunViking. Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira