Sport

Ellefu unglingar látnir síðan í júlí

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Höfuðmeiðsli eru afar tíð í amerískum fótbolta.
Höfuðmeiðsli eru afar tíð í amerískum fótbolta. Vísir/Getty
Ungur leikmaður hjá framhaldsskólaliði [e. high school] í Kansas-fylki er látinn eftir að hafa hnigið niður á hliðarlínunni í miðjum leik. Bandarískir fjölmiðlar greina frá.

Þetta er ellefti leikmaðurinn sem lætur lífið síðan í júlí en höfuðmeiðsli hafa lengi verið áhyggjuefni í amerískum fótbolta. Leikmaðurinn, Luke Schemm, lést eftir að fengið höfuðáverka sem leiddu til heilaskaða.

Schemm spilaði sem hlaupari [e. running back] og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hlaut meiðslin þegar hann var tæklaður við endamarkið.

Þessi tíðu dauðsföll setja enn meiri þrýsting á alla þá sem standa að bandarískum fótbolta, hvort sem er í NFL-deildinni eða skólum, að tryggja öryggi leikmanna og draga stórlega úr höfuðmeiðslum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×