Sport

Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá fánann umrædda á leiknum í gær.
Hér má sjá fánann umrædda á leiknum í gær. mynd/twitter
Það var lítil stemning hjá þeim stuðningsmönnum Green Bay Packers sem mættu á leik sinna manna á útivelli gegn Carolina Panthers í gær.

Fyrir leik sá leikstjórnandi Panthers, Cam Newton, fána stuðningsmanna Packers. Hann hljóp yfir til þeirra og áhorfendur voru gríðarlega spenntir. Héldu að hann vildi spjalla.

Svo var nú alls ekki. Newton reif niður fánann og hljóp með hann inn í klefa.

Eigandi fánans hefur nú kært Newton til lögreglu fyrir þjófnað. Segir að fáninn hafi kostað 65 þúsund krónur og að þetta hafi verið ótrúlegt virðingarleysi af hálfu Newton.

Cam svaraði fyrir sig eftir leik. Sagði að það væri sín skylda að vernda sitt hús sem er hans heimavöllur.

Carolina er búið að vinna fyrstu átta leiki sína í deildinni og hefur komið allra liða mest á óvart.

Cam er hér á hlaupum með fánann út af vellinum.mynd/twitter
NFL

Tengdar fréttir

Ætlaði að lemja blaðamann

Hinn skapheiti varnarmaður New Orleans Saints reyndi að hjóla í blaðamann eftir leik liðsins í NFL-deildinni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×