Ferrari býður Red Bull líflínu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. nóvember 2015 20:00 Sebastian Vettel, Daniil Kvyat og Kimi Raikkonen í Singapúr. Ætli það verði Ferrari vél í Red Bull bílnum á næsta ári? Vísir/Getty Ferrari hefur nú boðið Red Bull aftur að samningaborðinu. Red Bull hefur enn ekki orðið sér út um vél fyrir næsta ár en líkurnar eru nú með liðinu. Líklega er Red Bull enn að reyna að fá Renault til að skrifa undir samning um að skaffa Red Bull vélar sem liðið myndi svo þróa óháð Renault. Formaður stjórnar Ferrari, Sergio Marchionne hefur nú rétt Red Bull líflínu. Hann er reiðubúinn að gera sambærilegan samning við Red Bull og gerður hefur verið við Toro Rosso, systurlið Red Bull. Sá samningur hefur ekki enn verið tilkynntur en hann er talinn í höfn. Hann kveður á um að veita liðunum aðgang að vél sem verður þá ársgömul. Marchionne gaf því undir fótinn að Red Bull gæti hugsanlega fengið að þróa vélina sem hluti að sérstöku verkefni. Verkefnið yrði alveg sjálfstætt frá eigin vélaþróun Ferrari. Ferrari myndi þó sennilegast vilja nota góðar hugmyndir Red Bull í sína eigin vél. Hugmyndin er í einfaldri mynd sú að Ferrari haldi áfram að þróa 2015 vél sína og selji Red Bull hana. Red Bull myndi hafa aðkomu að hönnuninni. Sú aðkoma er sennilega heillandi fyrir Ferrari.Piero Ferrari og Sergio Marchionne ræða saman í bílskúrnum á heimakeppni Ferrari á Ítalíu.Vísir/Getty„Möguleikin að vinna með Red Bull að þróun vélarinnar er góður kostur. En það yrði ekki gert í því samhengi að Ferrari væri að skaffa Red Bull vélar sem væru hliðstæðar þeim sem Ferrari notar í sínum bílum,“ sagði Marchionne. „Við gætum aðstoðað með verkfræðiþekkingu og annarri þjónustu er varðar véina í sjálfstæðu verkefni fyrir Red Bull, við gætum veitt þeim okkar bestu þjónustu, það gæti gert Red Bull og fleiri framleiðendum kleift að nota vélarnar. Þær yrðu þó aldrei orðið sömu v´lear og Ferrari notar,“ sagði Marchionne. Marchionne hefur að eigin sögn látið liðseiganda Red Bull, Dietrich Mateschitz vita. Óvíst er hvernig hann tekur tilboðinu, hann hefur áður hafnað tilboði Ferrari einmitt af því vélarnar sem til boða voru, voru ekki eins og þær sem Ferrari ætlaði að nota. Formúla Tengdar fréttir Red Bull fær lokafrest til að finna vél Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. 9. október 2015 22:30 Haas: Undirvagninn okkar betri en Ferrari Gene Haas, eigandi Haas F1 liðsins sem hefur keppni í Formúlu 1 á næsta ári segir a undirvagn liðs síns verði líklegast betri en undirvagn Ferrari liðsins. 8. nóvember 2015 22:30 Ferrari beitir neitunarvaldi FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið lagði til að verðþak yrði sett á vélar fyrir komandi tímabil. Ferrari beitti neitunarvaldi í málinu. 30. október 2015 23:00 Red Bull vill semja við Renault aftur Red Bull hefur ekki tekist að semja við neinn annan vélaframleiðanda í Formúlu 1 að undanförnu og snýr sér nú aftur til Renault. 6. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ferrari hefur nú boðið Red Bull aftur að samningaborðinu. Red Bull hefur enn ekki orðið sér út um vél fyrir næsta ár en líkurnar eru nú með liðinu. Líklega er Red Bull enn að reyna að fá Renault til að skrifa undir samning um að skaffa Red Bull vélar sem liðið myndi svo þróa óháð Renault. Formaður stjórnar Ferrari, Sergio Marchionne hefur nú rétt Red Bull líflínu. Hann er reiðubúinn að gera sambærilegan samning við Red Bull og gerður hefur verið við Toro Rosso, systurlið Red Bull. Sá samningur hefur ekki enn verið tilkynntur en hann er talinn í höfn. Hann kveður á um að veita liðunum aðgang að vél sem verður þá ársgömul. Marchionne gaf því undir fótinn að Red Bull gæti hugsanlega fengið að þróa vélina sem hluti að sérstöku verkefni. Verkefnið yrði alveg sjálfstætt frá eigin vélaþróun Ferrari. Ferrari myndi þó sennilegast vilja nota góðar hugmyndir Red Bull í sína eigin vél. Hugmyndin er í einfaldri mynd sú að Ferrari haldi áfram að þróa 2015 vél sína og selji Red Bull hana. Red Bull myndi hafa aðkomu að hönnuninni. Sú aðkoma er sennilega heillandi fyrir Ferrari.Piero Ferrari og Sergio Marchionne ræða saman í bílskúrnum á heimakeppni Ferrari á Ítalíu.Vísir/Getty„Möguleikin að vinna með Red Bull að þróun vélarinnar er góður kostur. En það yrði ekki gert í því samhengi að Ferrari væri að skaffa Red Bull vélar sem væru hliðstæðar þeim sem Ferrari notar í sínum bílum,“ sagði Marchionne. „Við gætum aðstoðað með verkfræðiþekkingu og annarri þjónustu er varðar véina í sjálfstæðu verkefni fyrir Red Bull, við gætum veitt þeim okkar bestu þjónustu, það gæti gert Red Bull og fleiri framleiðendum kleift að nota vélarnar. Þær yrðu þó aldrei orðið sömu v´lear og Ferrari notar,“ sagði Marchionne. Marchionne hefur að eigin sögn látið liðseiganda Red Bull, Dietrich Mateschitz vita. Óvíst er hvernig hann tekur tilboðinu, hann hefur áður hafnað tilboði Ferrari einmitt af því vélarnar sem til boða voru, voru ekki eins og þær sem Ferrari ætlaði að nota.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull fær lokafrest til að finna vél Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. 9. október 2015 22:30 Haas: Undirvagninn okkar betri en Ferrari Gene Haas, eigandi Haas F1 liðsins sem hefur keppni í Formúlu 1 á næsta ári segir a undirvagn liðs síns verði líklegast betri en undirvagn Ferrari liðsins. 8. nóvember 2015 22:30 Ferrari beitir neitunarvaldi FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið lagði til að verðþak yrði sett á vélar fyrir komandi tímabil. Ferrari beitti neitunarvaldi í málinu. 30. október 2015 23:00 Red Bull vill semja við Renault aftur Red Bull hefur ekki tekist að semja við neinn annan vélaframleiðanda í Formúlu 1 að undanförnu og snýr sér nú aftur til Renault. 6. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Red Bull fær lokafrest til að finna vél Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. 9. október 2015 22:30
Haas: Undirvagninn okkar betri en Ferrari Gene Haas, eigandi Haas F1 liðsins sem hefur keppni í Formúlu 1 á næsta ári segir a undirvagn liðs síns verði líklegast betri en undirvagn Ferrari liðsins. 8. nóvember 2015 22:30
Ferrari beitir neitunarvaldi FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið lagði til að verðþak yrði sett á vélar fyrir komandi tímabil. Ferrari beitti neitunarvaldi í málinu. 30. október 2015 23:00
Red Bull vill semja við Renault aftur Red Bull hefur ekki tekist að semja við neinn annan vélaframleiðanda í Formúlu 1 að undanförnu og snýr sér nú aftur til Renault. 6. nóvember 2015 06:00