Smokkasala hríðfellur í Kína í kjölfar afnáms einbirnisstefnunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 23:30 Kínverji labbar framhjá smekkfullum smokkarekka í verslun í Peking. Vísir/AFp Hlutabréf í fyrirtækjum sem selja bleyjur, barnavagna og hvers kyns barnaformúlur hafa hækkað mjög í verði eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn tilkynnti fyrir helgi að landið myndi hverfa frá einbirnisstefnu sinni árið 2017. Að sama skapi hrundi verðið á bréfum fyrirtækisins sem framleitt hefur vinsælustu smokkana í Kína um árabil. Fjárfestar eru nú að veðja á aukna sölu fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu hverskyns barnavara en talið er að aukni slaki kínverskra stjórnvalda muni leiða til þess að 3 til 6 milljón fleiri börn fæðist þar í landi árlega. Áhrifin fundust jafnvel út fyrir landsteinana en gjaldmiðill Nýja Sjálands, sem flytur út mikið af mjólkurvörum, styrktist til að mynda um eitt prósentustig við tíðindin. Í Kína, sem er fjölmennasta land í heimi en íbúar þess eru rúmlega 1.4 milljarðar, fæðast um 16.5 milljónir barna á hverju ári.Investor's reaction to the end of China's one-child policy: Buy shares of companies that makes nappies and sell companies that make condoms— Trev Muchedzi (@trevmuchedzi) October 30, 2015 Einbirnisstefnunni var komið á í Kína árið 1979 sem liður í að sporna við fólksfjölgun en þá var víðtæk fátækt í landinu. Credit Suisse telur að ákvörðun kínverskra stjórnvalda nú í vikunni gæti leitt til þess að einkaneysla í landinu aukist um 2500 til 4800 milljarða íslenskra króna, aukning sem nemur 4 til 6 prósentustigum. Óumdeildur hástökkvari vikunnar á kínverskum mörkuðum er fyrirtækið China Child Care Corp. sem framleiðir hár- og húðvörur fyrir börn. Hlutabréfa verð í CCCC hækkaði um 40 prósent eftir að ákvörðunin um að hverfa frá einbirnisstefnunni lá fyrir.Sjá einnig: Afnema lög um eitt barn Japanski smokkaframleiðandinn Okamoto Industries vill þó líklega gleyma þessari viku sem fyrst en hlutabréfaverð í fyrirtækinu féll um 10 prósent á mörkuðum í Tókýó. Barnaformúluframleiðendur í Hong Kong og á meginlandi Kína hækkuðu aftur á móti um 10 prósent. Bréf í Goodbaby International, sem framleiðir barnabílstóla og kerrur, hækkuðu um 7.4 prósent á fimmtudag og um önnur 2.3 prósent daginn eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að stefna kínverskra stjórnvalda í barneignamálum verði tekin fyrir og útfærð á næsta stefnumótunarfundi fyrir komandi fimm ára áætlun. Tengdar fréttir Afnema lög um eitt barn Kínversk pör mega nú eignast tvö börn. 29. október 2015 11:37 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréf í fyrirtækjum sem selja bleyjur, barnavagna og hvers kyns barnaformúlur hafa hækkað mjög í verði eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn tilkynnti fyrir helgi að landið myndi hverfa frá einbirnisstefnu sinni árið 2017. Að sama skapi hrundi verðið á bréfum fyrirtækisins sem framleitt hefur vinsælustu smokkana í Kína um árabil. Fjárfestar eru nú að veðja á aukna sölu fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu hverskyns barnavara en talið er að aukni slaki kínverskra stjórnvalda muni leiða til þess að 3 til 6 milljón fleiri börn fæðist þar í landi árlega. Áhrifin fundust jafnvel út fyrir landsteinana en gjaldmiðill Nýja Sjálands, sem flytur út mikið af mjólkurvörum, styrktist til að mynda um eitt prósentustig við tíðindin. Í Kína, sem er fjölmennasta land í heimi en íbúar þess eru rúmlega 1.4 milljarðar, fæðast um 16.5 milljónir barna á hverju ári.Investor's reaction to the end of China's one-child policy: Buy shares of companies that makes nappies and sell companies that make condoms— Trev Muchedzi (@trevmuchedzi) October 30, 2015 Einbirnisstefnunni var komið á í Kína árið 1979 sem liður í að sporna við fólksfjölgun en þá var víðtæk fátækt í landinu. Credit Suisse telur að ákvörðun kínverskra stjórnvalda nú í vikunni gæti leitt til þess að einkaneysla í landinu aukist um 2500 til 4800 milljarða íslenskra króna, aukning sem nemur 4 til 6 prósentustigum. Óumdeildur hástökkvari vikunnar á kínverskum mörkuðum er fyrirtækið China Child Care Corp. sem framleiðir hár- og húðvörur fyrir börn. Hlutabréfa verð í CCCC hækkaði um 40 prósent eftir að ákvörðunin um að hverfa frá einbirnisstefnunni lá fyrir.Sjá einnig: Afnema lög um eitt barn Japanski smokkaframleiðandinn Okamoto Industries vill þó líklega gleyma þessari viku sem fyrst en hlutabréfaverð í fyrirtækinu féll um 10 prósent á mörkuðum í Tókýó. Barnaformúluframleiðendur í Hong Kong og á meginlandi Kína hækkuðu aftur á móti um 10 prósent. Bréf í Goodbaby International, sem framleiðir barnabílstóla og kerrur, hækkuðu um 7.4 prósent á fimmtudag og um önnur 2.3 prósent daginn eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að stefna kínverskra stjórnvalda í barneignamálum verði tekin fyrir og útfærð á næsta stefnumótunarfundi fyrir komandi fimm ára áætlun.
Tengdar fréttir Afnema lög um eitt barn Kínversk pör mega nú eignast tvö börn. 29. október 2015 11:37 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira