Fótbolti

Geir óánægður með stuðningsmenn Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson. vísir/vilhelm
Man. City gæti verið refsað af UEFA eftir að formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, setti út á hegðun þeirra í leik Man. City og Sevilla í Meistaradeildinni í gær.

Geir var eftirlitsmaður UEFA á leiknum og sendi þeim skýrslu eftir leikinn þar sem stuðningsmenn City bauluðu er Meistaradeildarlagið var leikið.

Það er greinilega bannað þar sem skýrsla var send og UEFA mun taka málið fyrir í næsta mánuði.

Man. City ætlar ekki að tjá sig um málið en talið er að félagið muni taka til varna fyrir stuðningsmenn sína.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að loka fyrir tómum velli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×