Auðvelt að finna gamlar Facebook færslur Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 11:30 Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Vísir/Getty Leitarvél Facebook tók í gær þeim breytingum að nú er hægt að leita að öllum opnum færslum í heiminum. Breytingin hefur ekki fengið neitt nafn, og litla umfjöllun, en á Facebook eru um tveir milljarðar færslna og á hverjum degi er leitað eins og hálfs milljarðs sinnum. Breytingin gerir notendum kleyft að kynna sér hin ýmsu málefni ítarlega og að fylgjast með umræðunni á Facebook, þar sem fólk eyðir hvað mestum tíma á netinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu vilja forsvarsmenn Facebook að fólk geti nú, auk þess að sjá hvernig vinir og vandamenn hafi það, kannað ástand heimsins á auðveldan hátt.Hvað kemur þegar leitað er? Efst á listanum hjá fólki eru koma nú færslur frá fjölmiðlum, en auðvelt að skipta yfir í nýjustu opnu færslurnar sem tengjast leitarefninu hverju sinni. Þannig er nú hægt að sjá um hvað heimurinn er að tala um á Facebook. Fyrir neðan það er hægt að sjá færslur frá vinum og í hópum sem notendur eru meðlimir að. Þar fyrir neðan má svo sjá opnar færslur sem raðast upp eftir algóriþmum samfélagsmiðilsins. Með því að velja latest flipan má sjá allar nýjustu opnu færslurnar um tiltekin málefniÞá tekur leitarlistinn breytingum eftir því hvernig notendur nýta sér hann og Facebookreikningum notenda. Í samtali við Verge, segir yfirmaður leitarinnar hjá Facebook, Tom Stocky, að forritarar fyrirtækisins hafi þurft að mynda jafnvægi á milli þess efnis sem kemur frá vinum viðkomandi og síðum sem hann hefur líkað við, og efni sem kemur annarsstaðar frá.Hvað með gamlar og vandræðalegar færslur? Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Margir hverjir kannast við að hafa sett inn gamlar og vandræðalegar færslur og myndir hér á árum áður. Facebook var notað öðruvísi fyrir nokkrum árum og öll erum við mennsk og höfum gert mistök. Þá vilja flestir ef til vill ekki að auðvelt verði fyrir hvern sem er að skoða þær færslur. Með því að fara í settings og þaðan í privacy, má finna stillingu sem heitir: Limit Old Posts. Sú ýtt á það eru gamlar færslur á Facebook stilltar á þann veg að enginn geti skoðað þær nema vinir. Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Leitarvél Facebook tók í gær þeim breytingum að nú er hægt að leita að öllum opnum færslum í heiminum. Breytingin hefur ekki fengið neitt nafn, og litla umfjöllun, en á Facebook eru um tveir milljarðar færslna og á hverjum degi er leitað eins og hálfs milljarðs sinnum. Breytingin gerir notendum kleyft að kynna sér hin ýmsu málefni ítarlega og að fylgjast með umræðunni á Facebook, þar sem fólk eyðir hvað mestum tíma á netinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu vilja forsvarsmenn Facebook að fólk geti nú, auk þess að sjá hvernig vinir og vandamenn hafi það, kannað ástand heimsins á auðveldan hátt.Hvað kemur þegar leitað er? Efst á listanum hjá fólki eru koma nú færslur frá fjölmiðlum, en auðvelt að skipta yfir í nýjustu opnu færslurnar sem tengjast leitarefninu hverju sinni. Þannig er nú hægt að sjá um hvað heimurinn er að tala um á Facebook. Fyrir neðan það er hægt að sjá færslur frá vinum og í hópum sem notendur eru meðlimir að. Þar fyrir neðan má svo sjá opnar færslur sem raðast upp eftir algóriþmum samfélagsmiðilsins. Með því að velja latest flipan má sjá allar nýjustu opnu færslurnar um tiltekin málefniÞá tekur leitarlistinn breytingum eftir því hvernig notendur nýta sér hann og Facebookreikningum notenda. Í samtali við Verge, segir yfirmaður leitarinnar hjá Facebook, Tom Stocky, að forritarar fyrirtækisins hafi þurft að mynda jafnvægi á milli þess efnis sem kemur frá vinum viðkomandi og síðum sem hann hefur líkað við, og efni sem kemur annarsstaðar frá.Hvað með gamlar og vandræðalegar færslur? Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Margir hverjir kannast við að hafa sett inn gamlar og vandræðalegar færslur og myndir hér á árum áður. Facebook var notað öðruvísi fyrir nokkrum árum og öll erum við mennsk og höfum gert mistök. Þá vilja flestir ef til vill ekki að auðvelt verði fyrir hvern sem er að skoða þær færslur. Með því að fara í settings og þaðan í privacy, má finna stillingu sem heitir: Limit Old Posts. Sú ýtt á það eru gamlar færslur á Facebook stilltar á þann veg að enginn geti skoðað þær nema vinir.
Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira