Umfjöllun og viðtöl: FSu - Þór Þ. 75-94 | Montrétturinn til Þorlákshafnar Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 29. október 2015 22:00 Raggi Nat og félagar í Þór ætla sér tvo punkta í kvöld. vísir/stefán Þór Þorlákshöfn vann fyrsta Suðurlandsslag úrvalsdeildar karla í sex ár þegar liðið vann FSu í Iðu á Selfossi í kvöld. Liðin héldust að fyrstu þrjá leikhlutina en staðan í hálfleik var 42-40, Þórsurum í vil. Gestirnir úr Þorlákshöfn tóku svo öll völd í fjórða leikhluta og skoruðu þá 30 stig gegn aðeins tólf. FSu hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa í deildinni og ávallt gefið eftir undir lokin. Leikir liðsins hafa þó verið jafnari en þessi í kvöld. Vance Hall skoraði 28 stig fyrir Þór í kvöld en Ragnar Nathanaelsson var með sannkallaða tröllatvennu - 23 stig og 21 frákast. Ragnar Bragason var einnig öflugur með 22 stig. Hjá FSu var Chris Anderson langatkvæðamestur með 36 stig. Chris Caird kom næstu rmeð 12 stig en Ari Gylfason var með tíu. Allir voru þeir með átta fráköst í leiknum. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikið af fólki mætti til að taka þátt í fjörinu. FSu fór betur af stað á fyrstu mínútunum og komst í 10-5 forystu en gestirnir voru ekki lengi að bregðast við og jöfnuðu leikinn. Þór hafði svo náð forystunni áður en fyrsti leikhluti var á enda. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í öðrum leikhluta og stemmningin þeirra megin. FSu kom hins vegar til baka og jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Vance Hall náði samt að skora eina körfu fyrir leikhlé og Þór leiddi í hálfleik, 40-42. Seinni hálfleikur fór vel af stað og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þór náði þó að vera fetinu á undan og leiddi eftir þriðja leikhluta, 64-63. Fjórði leikhlutinn hefur verið vandamál hjá FSu í haust og engin breyting varð á í kvöld. Vance Hall tók málin í sínar hendur og fór fyrir Þórsurum sem unnu að lokum öruggan 21 stigs sigur.FSu-Þór Þ. 75-94 (21-23, 19-19, 23-22, 12-30)FSu: Christopher Anderson 36/8 fráköst, Cristopher Caird 12/8 fráköst, Ari Gylfason 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 9, Gunnar Ingi Harðarson 8/4 fráköst, Birkir Víðisson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Maciej Klimaszewski 0/6 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 28/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 23/21 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 22, Baldur Þór Ragnarsson 9/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.Vance Hall: Eigum margt eftir ólært Vance Hall var maðurinn sem tók málin í sínar hendur í lok leiks þegar FSu og Þór mættust í kvöld en sagði þó að sigurinn væri góður liðssigur. „Þetta var liðssigur. Við byrjuðum frekar flatir en náðum að þjappa okkur saman í lok leiksins og tryggja okkur sigur," sagði Vance sem segir að liðið sé á góðum stað en eigi samt mikið inni. „Við eigum margt eftir ólært en mér líkar vel við liðið og við erum að bæta okkur æi hverjum leik sem er jákvætt," bætti hann við en Hall þykir gæðin í deildinni mikil og leikirnir hraðir og erfiðir. Hann er einnig spenntur fyrir framhaldinu hjá Þórsurum. „Við komum í hvern leik til að bæta okkur og næstu leiki verðum við að mæta og spila okkar leik og halda áfram að spila hörkuvörn."Einar Árni: Frábær fjórði leikhluti Einar Árni var að vonum ánægður með sigurinn í sínum fyrsta Suðurlandsslag. „Ég er virkilega sáttur og upp úr stendur frábær fjórði leikhluti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem langar mikið að vinna sinn fyrsta leik, þannig að ég fer sáttur heim." Einar segir sína menn hafa náð tökum á FSu í seinni hálfleik varnarlega. „Við gáfum þeim full mikið í fyrri hálfleik og þeir voru að sækja á okkur í fráköstum og miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni var ég samt sáttur að fara inn í hálfleikinn með forystu." Hann segir sitt lið enn vera að læra en er þó sáttur við góða sigra í síðustu tveimur leikjum. „Okkur líður vel í dag eftir tvo góða sigra en við erum ungt lið eins og FSu. Við erum ekki með mikla reynslu en eftir tap í fyrstu umferð finnst mér við hafa stigið upp í varnarleik okkar og það er flottur stígandi hjá okkur."Olson: Verðum að trúa á okkur sjálfa Erik Olson, þjálfari FSu, var mjög vonsvikinn með hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki að vinna nógu vel saman og hlutirnir urðu mjög þvingaðir í sókinni hjá okkur í lokin sem varð til þess að við misstum þá frá okkur í lok leiksins." Erik segir erfitt að sætta sig við lokatölurnar miðað við framlag sinna manna fyrstu 30 mínuturnar en fjórði leikhluti hefur verið þeim erfiður í byrjun tímabilsins. "Chris Anderson var mjög góður í kvöld en okkur vantaði meira framlag frá fleirum í lokin. Nú er bara að þétta raðirnar og halda áfram og vinna í okkar veikleikum." Hann segir deildina góða alla leik erfiða en líst vel á framhaldið þrátt fyrir fjóra tapleiki í röð. „Við verðum að trúa á okkur sjálfa, sigrarnir koma ekki sjálfkrafa og við vinnum ekki leiki með því að spila vel í þrjá leikhluta. Við brotnum of auðveldlega undan álagi eins og er í fjórða leikhluta en ef við höldum áfram að vinna í okkar leik og vinnum saman sem heild og trúum á verkefnið þá er allt hægt."Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn vann fyrsta Suðurlandsslag úrvalsdeildar karla í sex ár þegar liðið vann FSu í Iðu á Selfossi í kvöld. Liðin héldust að fyrstu þrjá leikhlutina en staðan í hálfleik var 42-40, Þórsurum í vil. Gestirnir úr Þorlákshöfn tóku svo öll völd í fjórða leikhluta og skoruðu þá 30 stig gegn aðeins tólf. FSu hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa í deildinni og ávallt gefið eftir undir lokin. Leikir liðsins hafa þó verið jafnari en þessi í kvöld. Vance Hall skoraði 28 stig fyrir Þór í kvöld en Ragnar Nathanaelsson var með sannkallaða tröllatvennu - 23 stig og 21 frákast. Ragnar Bragason var einnig öflugur með 22 stig. Hjá FSu var Chris Anderson langatkvæðamestur með 36 stig. Chris Caird kom næstu rmeð 12 stig en Ari Gylfason var með tíu. Allir voru þeir með átta fráköst í leiknum. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikið af fólki mætti til að taka þátt í fjörinu. FSu fór betur af stað á fyrstu mínútunum og komst í 10-5 forystu en gestirnir voru ekki lengi að bregðast við og jöfnuðu leikinn. Þór hafði svo náð forystunni áður en fyrsti leikhluti var á enda. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í öðrum leikhluta og stemmningin þeirra megin. FSu kom hins vegar til baka og jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Vance Hall náði samt að skora eina körfu fyrir leikhlé og Þór leiddi í hálfleik, 40-42. Seinni hálfleikur fór vel af stað og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þór náði þó að vera fetinu á undan og leiddi eftir þriðja leikhluta, 64-63. Fjórði leikhlutinn hefur verið vandamál hjá FSu í haust og engin breyting varð á í kvöld. Vance Hall tók málin í sínar hendur og fór fyrir Þórsurum sem unnu að lokum öruggan 21 stigs sigur.FSu-Þór Þ. 75-94 (21-23, 19-19, 23-22, 12-30)FSu: Christopher Anderson 36/8 fráköst, Cristopher Caird 12/8 fráköst, Ari Gylfason 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 9, Gunnar Ingi Harðarson 8/4 fráköst, Birkir Víðisson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Maciej Klimaszewski 0/6 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 28/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 23/21 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 22, Baldur Þór Ragnarsson 9/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.Vance Hall: Eigum margt eftir ólært Vance Hall var maðurinn sem tók málin í sínar hendur í lok leiks þegar FSu og Þór mættust í kvöld en sagði þó að sigurinn væri góður liðssigur. „Þetta var liðssigur. Við byrjuðum frekar flatir en náðum að þjappa okkur saman í lok leiksins og tryggja okkur sigur," sagði Vance sem segir að liðið sé á góðum stað en eigi samt mikið inni. „Við eigum margt eftir ólært en mér líkar vel við liðið og við erum að bæta okkur æi hverjum leik sem er jákvætt," bætti hann við en Hall þykir gæðin í deildinni mikil og leikirnir hraðir og erfiðir. Hann er einnig spenntur fyrir framhaldinu hjá Þórsurum. „Við komum í hvern leik til að bæta okkur og næstu leiki verðum við að mæta og spila okkar leik og halda áfram að spila hörkuvörn."Einar Árni: Frábær fjórði leikhluti Einar Árni var að vonum ánægður með sigurinn í sínum fyrsta Suðurlandsslag. „Ég er virkilega sáttur og upp úr stendur frábær fjórði leikhluti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem langar mikið að vinna sinn fyrsta leik, þannig að ég fer sáttur heim." Einar segir sína menn hafa náð tökum á FSu í seinni hálfleik varnarlega. „Við gáfum þeim full mikið í fyrri hálfleik og þeir voru að sækja á okkur í fráköstum og miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni var ég samt sáttur að fara inn í hálfleikinn með forystu." Hann segir sitt lið enn vera að læra en er þó sáttur við góða sigra í síðustu tveimur leikjum. „Okkur líður vel í dag eftir tvo góða sigra en við erum ungt lið eins og FSu. Við erum ekki með mikla reynslu en eftir tap í fyrstu umferð finnst mér við hafa stigið upp í varnarleik okkar og það er flottur stígandi hjá okkur."Olson: Verðum að trúa á okkur sjálfa Erik Olson, þjálfari FSu, var mjög vonsvikinn með hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki að vinna nógu vel saman og hlutirnir urðu mjög þvingaðir í sókinni hjá okkur í lokin sem varð til þess að við misstum þá frá okkur í lok leiksins." Erik segir erfitt að sætta sig við lokatölurnar miðað við framlag sinna manna fyrstu 30 mínuturnar en fjórði leikhluti hefur verið þeim erfiður í byrjun tímabilsins. "Chris Anderson var mjög góður í kvöld en okkur vantaði meira framlag frá fleirum í lokin. Nú er bara að þétta raðirnar og halda áfram og vinna í okkar veikleikum." Hann segir deildina góða alla leik erfiða en líst vel á framhaldið þrátt fyrir fjóra tapleiki í röð. „Við verðum að trúa á okkur sjálfa, sigrarnir koma ekki sjálfkrafa og við vinnum ekki leiki með því að spila vel í þrjá leikhluta. Við brotnum of auðveldlega undan álagi eins og er í fjórða leikhluta en ef við höldum áfram að vinna í okkar leik og vinnum saman sem heild og trúum á verkefnið þá er allt hægt."Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira