Aron fær ekki að taka þátt í Álfukeppninni 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 11:30 Leikmenn Mexíkó fagna hér sigrinum í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg. Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00
Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21
Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23
Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02
Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44
Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00