Einn stærsti samruni sögunnar í vændum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:20 AB InBev framleiðir meðal annars Budweiser, Stella Artois og Corona. Vísir/EPA Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira