Verðtrygginguna burt Helga Þórðardóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar