Auðkýfingur ætlar að gefa 99 prósent eigna sinna í þróunaraðstoð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 19:16 Manoj Bargava segist ekki þurfa peningana sem hann hefur unnið sér inn. mynd/youtube Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan. Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan.
Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira