Fótbolti

Leikmenn Liverpool slakir í jafntefli gegn Sion | Sjáðu mörkin á Anfield

Liverpool náði aðeins jafntefli gegn svissneska liðinu Sion í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en Liverpool hefur nú gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum riðilsins.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er undir mikilli pressu þessa dagana eftir slakt gengi undanfarna mánuði en hann stillti upp blöndu af reynslumiklum leikmönnum og ungum og efnilegum strákum.

Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik eftir góðan undirbúning Divock Origi en þá lagði hann boltann fyrir Adam Lallana og átti enski miðjumaðurinn í engum vandræðum með að koma boltanum í netið af stuttu færi.

Gestirnir í Sion náðu hinsvegar að jafna metin stuttu síðar þegar Ebenezer Assifuah nýtti sér mistök í vörn Liverpool og renndi boltanum framhjá Simon Mignolet í marki Liverpool.

Liverpool reyndi að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn en án árangurs, leikmenn liðsins fóru illa með góð færi og svo fór að liðin skyldu jöfn 1-1.

Liverpool er því áfram með tvö stig í B-riðlinum líkt og Bordeaux sem gerði markalaust jafntelfi við Rubin Kazan í kvöld.

Jöfnunarmark Sion:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×