Fótbolti

Ragnar sat á bekknum í naumum sigri Krasnodar | Öll úrslit kvöldsins

Leikmönnum Dortmund mistókst að taka þrjú stig heim með sér frá Grikklandi.
Leikmönnum Dortmund mistókst að taka þrjú stig heim með sér frá Grikklandi. vísir/epa
Ragnar Sigurðsson sat á varamannabekk Krasnodar allan leikinn í 2-1 sigri á Gabala í Evrópudeildinni í kvöld en sigurmark Krasnodar kom þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Krasnodar komst yfir á 8. mínútu með marki Wanderson en Dodo jafnaði metin fyrir Gabala frá Aserbaidjan í upphafi seinni hálfleiks.

Fedor Smolov náði hinsvegar að tryggja Krasnodar stigin þrjú fimm mínútum fyrir lok leiksins en Krasnodar skaust upp í 2. sæti riðilsins með sigrinum.

Dortmund nældi aðeins í eitt stig geng gríska félaginu PAOK í Grikklandi í kvöld. Heimamenn komust yfir gegn gangi leiksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Robert Mak stýrði boltanum í netið en Gonzalo Castro jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks.

Leikmenn Dortmund voru nálægt því að stela sigrinum á lokamínútum leiksins en liðin þurftu að sætta sig við jafntefli.

Öll úrslit kvöldsins:

Braga 1-0 Groningen

Celtic 2-2 Fenerbahce

Club Brugge 1-3 Midtjylland

Dinamo Minsk 0-1 Rapid Vienna

Krasnodar 2-1 Gabala

Legia 0-2 Napoli

Marseille 0-1 Liberec

Molde 1-1 Ajax

PAOK 1-1 Dortmund

Rubin Kazan 0-0 Bordeaux

Villareal 1-0 Plzen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×