Quiz á Up-leið Stjórnarmaðurinn skrifar 7. október 2015 07:00 Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira