Spá versta ári á Wall Street síðan 2008 Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Í lok september varð veruleg lækkun á hlutabréfaverði í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Sérfræðingar í Bandaríkjunum spá versta ári á Wall Street síðan árið 2008. Standard & Poor's 500 vísitalan (S&P-500), með 500 stærstu fyrirtækjunum, hefur lækkað um 6 prósent það sem af er ári. Vísitalan er oft talin einn besti mælikvarði á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum. Niðursveiflan á hlutabréfamarkaði í Kína, óljós stefna Seðlabanka Bandaríkjanna, lækkun á olíuverði og lítil hækkun launa eru meðal þess sem talið er að hafi valdið þessari þróun. Í byrjun árs nam S&P-500 vísitalan 2.058,2 stigum. Hún var lægst á árinu þann 25. ágúst, um það leyti sem hlutabréfamarkaðir í Kína voru að hrynja. Þá mældist hún 1.867,61 stig og hafði lækkað um 9,1% frá ársbyrjun. Sérfræðingar telja að vísitalan muni hækka á ný og muni hækka um 3% fyrir lokun markaðar föstudaginn fyrir árslok 2015. Á föstudaginn nam hún 1.951,36 stigum og mun þá nema 2.010 stigum í árslok. Jafnvel ef sú spá rætist mun vísitalan samt mælast 2% lægri í lok árs en hún var í byrjun árs. Það myndi þýða að 2015 væri versta árið fyrir S&P-500 síðan árið 2008 þegar markaðurinn lækkaði um 38% í miðri efnahagskreppu. Þriðji fjórðungur þessa árs var versti ársfjórðungur á Wall Street frá árinu 2011. Er það rakið beint til efnahagsástandsins í Kína. CNNMoney greinir frá því að sérfræðingar hafi mestar áhyggjur af áframhaldandi áhrifum Kína á hlutabréfamarkaðinn. Það er enn þá hræðsla meðal fjárfesta um að vandræðin í Kína muni draga úr efnahagsvexti og jafnvel valda efnahagskreppu. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í síðasta mánuði, eða á bilinu núll til 0,25 prósent. Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að atburðir á fjármálamörkuðum vikurnar á undan myndu líklega keyra verðbólgu enn neðar, en verðbólga í landinu er enn undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði. Talið er að Yellen muni hins vegar hækka vexti fyrir áramót. Því virðist stefna seðlabankans heldur óljós. Annað sem sérfræðingar nefndu að hefði haft áhrif á þróun hlutabréfaverðs voru of fá ný störf og lítill vöxtur í framleiðslu. Bandaríska hagkerfinu hefur ekki tekist að skapa nógu mörg störf, einungis 142 þúsund ný störf urðu til í september sem var undir væntingum. Stór fyrirtæki, eins og Hewlett Packard, Caterpillar og Microsoft hafa einnig tilkynnt um niðurskurð starfa hjá sér sem nema tugum þúsunda á næstu árum. Vöxtur í framleiðslu mældist sá lægsti í tvö ár núna í september. Allir þessir þættir hafa slæm áhrif á hagnað fyrirtækja, sem hefur það í för með sér að hlutabréfaverð lækkar. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sérfræðingar í Bandaríkjunum spá versta ári á Wall Street síðan árið 2008. Standard & Poor's 500 vísitalan (S&P-500), með 500 stærstu fyrirtækjunum, hefur lækkað um 6 prósent það sem af er ári. Vísitalan er oft talin einn besti mælikvarði á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum. Niðursveiflan á hlutabréfamarkaði í Kína, óljós stefna Seðlabanka Bandaríkjanna, lækkun á olíuverði og lítil hækkun launa eru meðal þess sem talið er að hafi valdið þessari þróun. Í byrjun árs nam S&P-500 vísitalan 2.058,2 stigum. Hún var lægst á árinu þann 25. ágúst, um það leyti sem hlutabréfamarkaðir í Kína voru að hrynja. Þá mældist hún 1.867,61 stig og hafði lækkað um 9,1% frá ársbyrjun. Sérfræðingar telja að vísitalan muni hækka á ný og muni hækka um 3% fyrir lokun markaðar föstudaginn fyrir árslok 2015. Á föstudaginn nam hún 1.951,36 stigum og mun þá nema 2.010 stigum í árslok. Jafnvel ef sú spá rætist mun vísitalan samt mælast 2% lægri í lok árs en hún var í byrjun árs. Það myndi þýða að 2015 væri versta árið fyrir S&P-500 síðan árið 2008 þegar markaðurinn lækkaði um 38% í miðri efnahagskreppu. Þriðji fjórðungur þessa árs var versti ársfjórðungur á Wall Street frá árinu 2011. Er það rakið beint til efnahagsástandsins í Kína. CNNMoney greinir frá því að sérfræðingar hafi mestar áhyggjur af áframhaldandi áhrifum Kína á hlutabréfamarkaðinn. Það er enn þá hræðsla meðal fjárfesta um að vandræðin í Kína muni draga úr efnahagsvexti og jafnvel valda efnahagskreppu. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í síðasta mánuði, eða á bilinu núll til 0,25 prósent. Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að atburðir á fjármálamörkuðum vikurnar á undan myndu líklega keyra verðbólgu enn neðar, en verðbólga í landinu er enn undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði. Talið er að Yellen muni hins vegar hækka vexti fyrir áramót. Því virðist stefna seðlabankans heldur óljós. Annað sem sérfræðingar nefndu að hefði haft áhrif á þróun hlutabréfaverðs voru of fá ný störf og lítill vöxtur í framleiðslu. Bandaríska hagkerfinu hefur ekki tekist að skapa nógu mörg störf, einungis 142 þúsund ný störf urðu til í september sem var undir væntingum. Stór fyrirtæki, eins og Hewlett Packard, Caterpillar og Microsoft hafa einnig tilkynnt um niðurskurð starfa hjá sér sem nema tugum þúsunda á næstu árum. Vöxtur í framleiðslu mældist sá lægsti í tvö ár núna í september. Allir þessir þættir hafa slæm áhrif á hagnað fyrirtækja, sem hefur það í för með sér að hlutabréfaverð lækkar.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira