Axel komst inn á lokaúrtökumót Nordic League Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 13:00 Axel Bóasson. Mynd/gsimyndir.net Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira