Axel komst inn á lokaúrtökumót Nordic League Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 13:00 Axel Bóasson. Mynd/gsimyndir.net Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira