Apple fjarlægir hundruð af sýktum smáforritum úr App Store Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2015 10:19 Rekja má sýktu smáforritin til Kína. Vísir/Getty Apple hefur fjarlægt um 300 smáforrit sem sýkt voru af vírusum úr App store, netverslun Apple með smáforrit. Er þetta í fyrsta sinn sem svo mörg sýkt smáforrit komast í gegnum stranga síu Apple en rekja má sýktu smáforritin til Kína. Sýktu smáforitin láku upplýsingum um notendur til óprúttinna aðila sem stóðu að baki verknaðinum. Talið er að þeir hafi útbúið samskonar forrit og notað er til þess að hanna smáforrit, sýkt það af vírusum og nýtt sér það að erfitt er fyrir netnotendur í Kína að nálgast stórar skrár af vefþjónum erlendis frá vegna ritskoðunar kínverskra yfirvalda á netumferð. Netöryggisfyrirtækið Palo Alto Networks segir að áður hafi aðeins verið vitað til þess að fimm sýkt smáforrit hafi fundist í App Store. Sérfræðingur Palo Alto Networks sagði að ekki væri mikil hætta fólgin í þessum rúmlega 300 smáforritum sem komust í gegnum síur Apple í þetta sinn en lét þó hafa eftir sér að erfitt gæti reynst fyrir Apple að koma í veg fyrir þessa tilteknu leið til að koma sýktum smáforritum í Apple Store. Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið myndi vinna með hönnuðum forritanna til þess að tryggja það að þeir væru að nota rétta útgáfu af forritinu til þess að endurvinna smáforritin sem sýkt voru. Tækni Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple hefur fjarlægt um 300 smáforrit sem sýkt voru af vírusum úr App store, netverslun Apple með smáforrit. Er þetta í fyrsta sinn sem svo mörg sýkt smáforrit komast í gegnum stranga síu Apple en rekja má sýktu smáforritin til Kína. Sýktu smáforitin láku upplýsingum um notendur til óprúttinna aðila sem stóðu að baki verknaðinum. Talið er að þeir hafi útbúið samskonar forrit og notað er til þess að hanna smáforrit, sýkt það af vírusum og nýtt sér það að erfitt er fyrir netnotendur í Kína að nálgast stórar skrár af vefþjónum erlendis frá vegna ritskoðunar kínverskra yfirvalda á netumferð. Netöryggisfyrirtækið Palo Alto Networks segir að áður hafi aðeins verið vitað til þess að fimm sýkt smáforrit hafi fundist í App Store. Sérfræðingur Palo Alto Networks sagði að ekki væri mikil hætta fólgin í þessum rúmlega 300 smáforritum sem komust í gegnum síur Apple í þetta sinn en lét þó hafa eftir sér að erfitt gæti reynst fyrir Apple að koma í veg fyrir þessa tilteknu leið til að koma sýktum smáforritum í Apple Store. Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið myndi vinna með hönnuðum forritanna til þess að tryggja það að þeir væru að nota rétta útgáfu af forritinu til þess að endurvinna smáforritin sem sýkt voru.
Tækni Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira