Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík Una Sighvatsdóttir skrifar 24. september 2015 18:30 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013 og vonast nú eftir að fá hæli á Íslandi. Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“ Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“
Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira