Volkswagen gæti ógnað allri Evrópu Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. september 2015 07:00 Martin Winterkorn, fráfarandi forstjóri VW, fær fjóra milljarða í lífeyrisgreiðslur frá fyrirtækinu og er því ekki á flæðiskeri staddur. NordicPhotos/AFP Hneykslið sem skekur Volkswagen-verksmiðjurnar gæti orðið mesta aðsteðjandi hættan að þýska hagkerfinu. „Allt í einu er Volkswagen orðið meiri ógn við þýskt efnahagslíf en vandinn í Grikklandi,“ segir Carstern Brzeski, aðalhagfræðingur greiningarfyrirtækisins ING. Hneyksli VW má rekja til þess að hugbúnaður er settur í bílinn sem skynjar hvenær verið er að skoða bílinn. Við skoðun setur hugbúnaðurinn í gang síur sem draga úr útblæstri. Eftir skoðun, og á meðan bíllinn er í venjulegum akstri, sér hugbúnaðurinn til þess að slökkt er á síunni. Ástæðan er sú að búnaðurinn sem dregur úr útblæstrinum eykur eldsneytisþörfina og gerir bílinn hægskreiðari. Hlutabréf í VW féllu um rúm 30 prósent fyrst eftir að hneykslið varð opinbert, þó það hafi jafnað sig að einhverju leyti. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard og Poor's hefur sett VW-verksmiðjurnar á athugunarlista með neikvæðum horfum. Ástæðan er sú að fyrirtækið þarf að leggja til hliðar jafnvirði 930 milljarða króna til að fást við vandann. Óttast er að vandi Volkswagen muni smitast út í þýskt efnahagslíf og jafnvel verða til þess að veikja evruna, einkum ef aðrir evrópskir bílaframleiðendur verða uppvísir að sömu svikum. Og hneykslið skapar óró víðar. Í Japan féllu hlutabréf bílaverksmiðjanna nokkuð. Mazda féll mest eða um 6,8 prósent, Mitsubishi féll um átta prósent og Honda um þrjú. Nissan lækkaði svo um 2,5 prósent. Hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla féllu einnig. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Ákvörðunin um dísilvélasvindlið tekin fyrir daga Winterkorn sem forstjóra. 24. september 2015 16:24 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Volkswagen hefur hreinsanir á morgun Einnig tilkynnt á morgun hver sest í forstjórastólinn. 24. september 2015 11:28 Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Gætu hækkað verulega ef í ljós kemur að hann hafi ekki vitað af dísilvélasvindlinu. 24. september 2015 10:20 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hneykslið sem skekur Volkswagen-verksmiðjurnar gæti orðið mesta aðsteðjandi hættan að þýska hagkerfinu. „Allt í einu er Volkswagen orðið meiri ógn við þýskt efnahagslíf en vandinn í Grikklandi,“ segir Carstern Brzeski, aðalhagfræðingur greiningarfyrirtækisins ING. Hneyksli VW má rekja til þess að hugbúnaður er settur í bílinn sem skynjar hvenær verið er að skoða bílinn. Við skoðun setur hugbúnaðurinn í gang síur sem draga úr útblæstri. Eftir skoðun, og á meðan bíllinn er í venjulegum akstri, sér hugbúnaðurinn til þess að slökkt er á síunni. Ástæðan er sú að búnaðurinn sem dregur úr útblæstrinum eykur eldsneytisþörfina og gerir bílinn hægskreiðari. Hlutabréf í VW féllu um rúm 30 prósent fyrst eftir að hneykslið varð opinbert, þó það hafi jafnað sig að einhverju leyti. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard og Poor's hefur sett VW-verksmiðjurnar á athugunarlista með neikvæðum horfum. Ástæðan er sú að fyrirtækið þarf að leggja til hliðar jafnvirði 930 milljarða króna til að fást við vandann. Óttast er að vandi Volkswagen muni smitast út í þýskt efnahagslíf og jafnvel verða til þess að veikja evruna, einkum ef aðrir evrópskir bílaframleiðendur verða uppvísir að sömu svikum. Og hneykslið skapar óró víðar. Í Japan féllu hlutabréf bílaverksmiðjanna nokkuð. Mazda féll mest eða um 6,8 prósent, Mitsubishi féll um átta prósent og Honda um þrjú. Nissan lækkaði svo um 2,5 prósent. Hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla féllu einnig.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Ákvörðunin um dísilvélasvindlið tekin fyrir daga Winterkorn sem forstjóra. 24. september 2015 16:24 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Volkswagen hefur hreinsanir á morgun Einnig tilkynnt á morgun hver sest í forstjórastólinn. 24. september 2015 11:28 Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Gætu hækkað verulega ef í ljós kemur að hann hafi ekki vitað af dísilvélasvindlinu. 24. september 2015 10:20 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Ákvörðunin um dísilvélasvindlið tekin fyrir daga Winterkorn sem forstjóra. 24. september 2015 16:24
Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00
Volkswagen hefur hreinsanir á morgun Einnig tilkynnt á morgun hver sest í forstjórastólinn. 24. september 2015 11:28
Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Gætu hækkað verulega ef í ljós kemur að hann hafi ekki vitað af dísilvélasvindlinu. 24. september 2015 10:20