Viðskipti erlent

Norska efnahagsbrotalögreglan rannsakar Volkswagen

Atli Ísleifsson skrifar
Bandarísk yfirvöld hafa þegar greint frá því að Volkswagen eigi á hættu fá sekt upp á allt að 2.200 milljarða íslenskra króna.
Bandarísk yfirvöld hafa þegar greint frá því að Volkswagen eigi á hættu fá sekt upp á allt að 2.200 milljarða íslenskra króna. Vísir/Getty
Norska efnahagsbrotalögreglan hyggst rannsaka hvort Volkswagen hafi brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið.

Í frétt Verdens Gang segir að rannsóknin verði gerð í samstarfi við norsk tollayfirvöld og samgönguyfirvöld.

„Afhjúpun Volkswagensvindsins sýnir fram á að þetta kann að vera alvarlegt. Við viljum á þeim grundvelli kanna hvort brot hafi verið framkvæmd í Noregi,“ segir Marianne S. Bender, lögmaður hjá efnahagsbrotalögreglunni, í samtali við VG.

Forsvarsmenn Volkswagen hafa viðurkennt að um ellefu milljónir bíla hafi verið búnir sérstökum búnaði sem skynjaði hvenær verið væri að skoða bílinn. Við skoðun setur hugbúnaðurinn í gang síur sem draga úr útblæstri. Eftir skoðun, og á meðan bíllinn er í venjulegum akstri, sér hugbúnaðurinn til þess að slökkt er á síunni. Ástæðan er sú að búnaðurinn sem dregur úr útblæstrinum eykur eldsneytisþörfina og gerir bílinn hæg­skreiðari.

Bandarísk yfirvöld hafa þegar greint frá því að Volkswagen eigi á hættu fá sekt upp á allt að 2.200 milljarða íslenskra króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×