Erlent

Japanskur klifurgarpur með einn fingur hættir við að klífa Everest

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nobukazu Kuriki var kominn langleiðina á topp Everest-fjalls.
Nobukazu Kuriki var kominn langleiðina á topp Everest-fjalls. Vísir/Getty
Japanski fjallgöngugarpurinn Nobukazu Kuriki sneri við af Everest-fjalli um helgina en hann hafði freistað þess að verða fyrsti maðurinn til þess að ná tindi Everest-fjalls frá því að jarðskjálftarnir skóku Nepal í apríl sl.

Kuriki var kominn í efstu búðir í um 7.600 metra hæð yfir sjávarmáli áður en hann hætti við að fara á toppinn. Sagði hann að of mikill snjór hefði komið í veg fyrir að hann kæmist á toppinn.

Þetta var í fimmta sinn á síðustu sex árum sem Kuriki mistekst að komast á topp Everest. Árið 2012 missti hann níu fingur vegna kals er hann eyddi tveimur dögum grafinn í fönn í tvo daga á Everest, í 8.230 metra hæð.

Ætlaði hann sér að fara sömu leið og Edmund Hillary og Tenzing Norgay fóru á leið sinni upp á tind Everest árið 1953. Sjaldgæft er að reynt sé að klífa fjallið að hausti til en flestir gera tilraun til þess að vori til, áður en Monsoon-tímabilið skellur á en haustferðirnar þykja hættulegri.


Tengdar fréttir

Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann

Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák.

Tvö hundruð frosin lík enn á Everest

Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Spurningin: Af hverju leggur fólk í þessa hættuför, er aðkallandi við áhorfið. Ferðamannaiðnaðurinn er gagnrýndur fyrir að leyfa of mörgum óreyndum en ríkum ferðamönnum að reyna við toppinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×