Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Bjarki Ármannsson skrifar 28. september 2015 18:13 Frá ávarpi Pútíns á þinginu í dag. Vísir/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48
Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45