Fótbolti

UEFA bendir fólki á að fylgjast með Birki Bjarnasyni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birkir Bjarnason hefur farið vel af stað í herbúðum Basel.
Birkir Bjarnason hefur farið vel af stað í herbúðum Basel. Vísir/Getty
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hitar í dag upp fyrir Evrópudeildina sem hefst í kvöld og kynnir til leiks leikmenn sem aðdáendur ættu að fylgjast sérstaklega með.

Birkir og félagar komust ekki í Meistaradeildina í ár en félagið datt nokkuð óvænt út gegn Maccabi Tel-Aviv á markatölu. Mun félagið þess í stað taka þátt í Evrópudeildinni en úrslitaleikurinn í ár fer einmitt fram á St. Jacob Park, heimavelli Basel þann 18. maí.

Evrópska knattspyrnusambandið bendir í dag á leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast sérstaklega með og nefnir þar Birki en eftirfarandi er sagt um hann.

 

„Öflugur miðjumaður sem kom frá Pescara í sumar og hefur þegar sýnt hvað hann hefur fram að færa í svissnesku deildinni. Þá hefur hinn 27 árs gamli Birkir verið frábær með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en hann hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum og skorað tvö mörk.“

Leikur Fiorentina og Basel er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld og hefst útsending klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×