Erlent

Króatar geta ekki stöðvað flóttamennina

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurlega margir flóttamenn reyna að komast í gegnum Króatíu.
Gífurlega margir flóttamenn reyna að komast í gegnum Króatíu. Vísir/EPA
Króatar segjast ekki geta stöðvað flóttafólk sem vilji fara til Vestur-Evrópu. Minnst 9.200 manns hafa farið yfir landamærin síðustu tvo daga, eftir að Ungverjaland lokaði landamærum sínum. Zoran Milanovic. forsætisráðherar Króatíu segir þá hafa takmarkaða burði en yfirvöld muni reyna að skrásetja eins marga flóttamenn og þeir geta.

Her landsins hefur verið settur í viðbragðsstöðu.

Samkvæmt BBC stöðvaði lögreglan í Slóveníu lest við landamærin við Króatíu, en í henni voru rúmlega hundrað flóttamenn. Þau verða send aftur til Króatíu. Slóvenía er innan Schengen, eins og Ungverjaland, en Króatía er það ekki.

Sem meðlimir í ESB er Króttía skuldbundin til að skrásetja flóttamenn sem koma þangað. Flestir þeirra eru þó á leið til Þýskalands og vilja komast þangað án þess að skilja eftir sig pappírsslóð.

Ranko Ostojic, innanríkisráðherra Króatíu, biðlar til flóttamanna að hætta að reyna að komast til Vestur-Evrópu í gegnum Króatíu.

„Ekki koma hingað. Verið áfram í flóttamannabúðunum í Serbíu, Makedóníu og Grikklandi. Þetta er ekki leiðin til Evrópu. Það eru engar rútur sem munu bera ykkur þangað. Það er lygi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×