Körfubolti

Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Arnór og frú Ingigerður í Pétursborg árið 2004.
Jón Arnór og frú Ingigerður í Pétursborg árið 2004.
Benedikt Guðmundsson þjálfaði Jón Arnór Stefánsson í KR í yngri flokkum og hefur samband þeirra verið náið alveg síðan. Stundum þótti Ingigerði Jónsdóttur, móður Jóns, Benedikt ætlast til full mikils af syni sínum og urðu stundum orðaskipti.

Jón Arnór man sérstaklega eftir einu skipti þar sem hann ofreyndi sig. Hann fór beint úr skólanum í Laugardalnum í strætó vestur í bæ og líklega á þrjár æfingar í röð. Þeirri síðustu lauk klukkan ellefu um kvöldið í Vesturbæjarskóla.

Ingi Þór, Jón Arnór og Benedikt í brúðkaupi Jóns og Lilju í sumar.Mynd/Ingi Þór
„Ég varð svakalega veikur. Ónæmiskerfið brást eftir allar æfingarnar. Þá man ég að mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón og hlær.

Hann útskýrir að um svokallað love-hate samband hafi verið að ræða þar sem gagnkvæm virðing hafi verið mikil. Benni og Ingi Þór Steinþórsson, sem einnig þjálfaði Jón í yngri flokkum KR, hafi alltaf talað um „Frú Ingigerði.“

„Hún var umboðsmaðurinn minn á þessum tíma og passaði að maður færi ekki yfir um. En það var þessi vinnusemi sem Benni var að kenna manni, maður sér það eftir á. Maður býr að því alla ævi og ég á honum mikið að þakka.“

Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.


Tengdar fréttir

Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju

Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×