Bæjarins bestu í lausu lofti Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2015 10:00 Vegna hótelbygginga á reitnum þar sem Bæjarins bestu-pylsuvagninn frægi stendur, þarf að færa hann til. Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira