Ari Freyr: Gott að menn geti hlegið að krömpunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 20:30 Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00