UFC 191: Tekst Johnson að verja titilinn eina ferðina enn? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. september 2015 20:00 Úr vigtuninni frá því í gær. Vísir/Getty UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers MMA Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom Bæjurum á bragðið í stórsigri „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira
UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers
MMA Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom Bæjurum á bragðið í stórsigri „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira