Virkur eða óvirkur málskotsréttur Haukur Arnþórsson skrifar 8. september 2015 08:00 Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun