Næsta skref er að kanna baklandið og aðgerðir Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. september 2015 07:00 Formaður SLFÍ segir stefna í aðgerðir af þeirra hálfu. Vísir/Ernir Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira