Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 31. ágúst 2015 20:15 Kári í leik með Malmö gegn Celtic í Glasgow á dögunum. Vísir/Getty „Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
„Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira