Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 1. september 2015 07:00 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15
Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45