Fótbolti

Southampton gerði jafntefli við dönsku meistarana | Ótrúlegur sigur Dortmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodriguez skorar af vítapunktinum.
Rodriguez skorar af vítapunktinum. vísir/getty
Jay Rodriguez skoraði sitt fyrsta mark fyrir Southampton síðan 29. mars 2014 þegar Dýrlingarnir gerðu 1-1 jafntefli við Midtjylland í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Dönsku meistararnir komust yfir með marki Tim Sparv á lokamínútu fyrri hálfleiks en Rodriguez jafnaði metin úr vítaspyrnu á 56. mínútu.

Rodriguez er að komast á ferðinni eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni á síðasta tímabili. Þetta eru því góðar fréttir fyrir Southampton er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

Dortmund vann ótrúlegan sigur á Odd frá Noregi, 3-4, eftir að hafa lent 3-0 undir.

Norðmennirnir voru komnir með þriggja marka forystu eftir 22 mínútu og útlitið gott. En Pierre-Emerick Aubameyang minnkaði muninn í 3-1 á 34. mínútu.

Japaninn Shinji Kagawa skoraði annað mark Dortmund eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og á 76. mínútu jafnaði Aubameyang metin. Það var svo Henrikh Mkhirayan sem tryggði Þjóðverjunum sigurinn með marki fimm mínútum fyrir leikslok.

Þá gerði Robin van Persie sitt fyrsta mark fyrir Fenerbache í 0-1 sigri á Atromitos í Aþenu.

Öll úrslitin í Evrópudeildinni má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×