Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 19:47 Markaðsstjóri Löðurs þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. Vísir/Hörður Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur. Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur.
Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent