Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 19:47 Markaðsstjóri Löðurs þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. Vísir/Hörður Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur. Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur.
Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14