Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum Ingvar Haraldsson skrifar 26. ágúst 2015 13:00 Box Island kemur til að byrja með einungis út á Íslandi. Radiant Games „Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. „Forritun skiptir gífurlega miklu máli, það má færa mjög sterk rök fyrir því að forritun sé læsi 21. aldarinnar. Rannsakendur frá Oxford-háskóla spá því að 45 prósent af störfum verði orðin sjálfvirk á innan við 20 árum,“ segir hann. Leikurinn gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ segir Vignir. Box Island verður til að byrja með aðeins aðgengilegur á Íslandi en Vignir segir að með haustinu verði leikurinn gefinn út á erlendri grundu.Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games.„Markmiðið hefur alltaf verið að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum,“ segir hann. Þeim hafi þótt umfjöllun og efni um forritun fyrir börn vera ábótavant. Okkur fannst gæðin á þeirri afþreyingu og þeim leikjum sem voru til á heimsvísu ekki nægjanlega mikil.“ Leikurinn kemur út á íslensku sem Vignir segir afar mikilvægt. „Íslenska skiptir máli í svona heilabrjót. Það getur verið aukaflækja að þýða alltaf enskuna fyrir þann sem er kannski ekki alveg kominn með fullt vald á ensku.“ Hann segir kennara hafa sýnt leiknum áhuga og á næstunni sé stefnt að því að skoða hvernig leikurinn geti nýst við kennslu í skólum. Til að byrja með verði horft á almennan markað. Radiant Games fékk 12,5 milljóna króna árlegan styrk til þriggja ára úr Tækniþróunarsjóði til að vinna að leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
„Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. „Forritun skiptir gífurlega miklu máli, það má færa mjög sterk rök fyrir því að forritun sé læsi 21. aldarinnar. Rannsakendur frá Oxford-háskóla spá því að 45 prósent af störfum verði orðin sjálfvirk á innan við 20 árum,“ segir hann. Leikurinn gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ segir Vignir. Box Island verður til að byrja með aðeins aðgengilegur á Íslandi en Vignir segir að með haustinu verði leikurinn gefinn út á erlendri grundu.Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games.„Markmiðið hefur alltaf verið að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum,“ segir hann. Þeim hafi þótt umfjöllun og efni um forritun fyrir börn vera ábótavant. Okkur fannst gæðin á þeirri afþreyingu og þeim leikjum sem voru til á heimsvísu ekki nægjanlega mikil.“ Leikurinn kemur út á íslensku sem Vignir segir afar mikilvægt. „Íslenska skiptir máli í svona heilabrjót. Það getur verið aukaflækja að þýða alltaf enskuna fyrir þann sem er kannski ekki alveg kominn með fullt vald á ensku.“ Hann segir kennara hafa sýnt leiknum áhuga og á næstunni sé stefnt að því að skoða hvernig leikurinn geti nýst við kennslu í skólum. Til að byrja með verði horft á almennan markað. Radiant Games fékk 12,5 milljóna króna árlegan styrk til þriggja ára úr Tækniþróunarsjóði til að vinna að leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00